08.12.1950
Neðri deild: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (3464)

125. mál, lækkun tekjuskatts af lágtekjum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins upplýsa það, að það er langt síðan ríkisstj. tók ákvörðun um að beita sér fyrir því, að sams konar tilslökun yrði í þessum efnum eins og ákveðin var í fyrra fyrir yfirstandandi ár. Og ætlunin er að koma á framfæri um þetta efni brtt. við frv. um framlengingu á tekjuskattsviðauka. Þetta hefur ekki verið gert enn, vegna þess að það hefur verið í athugun um aðrar brtt., sem munu væntanlega þurfa líka að koma fram við þetta frv., sem að vísu ekki snerta skatthæð, heldur framkvæmdaatriði í sambandi við skattinn. Ég vil aðeins upplýsa þetta, en hef hins vegar ekki á móti því, að þetta frv. gangi til n.