19.02.1951
Neðri deild: 71. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í C-deild Alþingistíðinda. (3576)

165. mál, menntaskólar

Jónas Rafnar:

Herra forseti. Menntmn. hefur orðið ásátt um að mæla með frv., þó að því tilskildu, að á því verði veruleg breyt. Brtt. n. eru í því fólgnar, eins og hv. frsm. tók fram, að aðalákvæði frv. skuli vera í heimildarformi og að ekki skuli teknir í miðskóladeild fleiri nemendur en svo, að bekkurinn sé óskiptur. Enn fremur eru tekin af öll tvímæli um það, að eingöngu sé um tveggja ára miðskóladeild að ræða og utanbæjarnemendur í lærdómsdeild skuli sitja fyrir heimavist. Við flm. leggjum til, að þessar brtt. n. verði samþ., og treystum því, að ríkisstj. noti sér heimild til að láta miðskóladeildina starfa áfram við menntaskólann á Akureyri, ef frv. nær fram að ganga. Ég vil svo fyrir hönd flm. þakka n. fyrir skjóta og góða afgreiðslu og láta þá ósk í ljós, að málið fái sem fyrst afgreiðslu hér á þingi.