19.10.1950
Efri deild: 5. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í C-deild Alþingistíðinda. (3630)

29. mál, vegalagabreyting

Flm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þetta frv. er ekki nýtt hér í hv. d. Það hefur verið flutt áður á nokkrum þ. sem brtt. við annað frv. um breyt. á vegal., sem þá kom fram. — Það, sem kom mér til þess að leggja frv. þetta fljótlega fram, var það, að ég vildi fá úr því skorið, hve mikið fylgi væri hér fyrir því að bæta nýjum þjóðvegum við þá, sem fyrir eru, og ef það reyndist svo, að hv. þm. væru því meðmæltir, þá væri frv. til breyt. á vegal. nógu snemma tilbúið til þess, að hv. fjvn. gæti athugað, hvort unnt væri að leggja fram eitthvert fé til þessara vega í sambandi við fjárlfrv. Hins vegar lægi ekki svo mikið á þessu frv., ef ekki ætti að koma þessum nýju vegum það fljótt áfram, að einmitt fjárveitingar þessa löggjafarþ. þyrfti að miða við þá, sem mest nauðsyn er fyrir að fá framlag til, ef samþ. verða. Ég ætla hér ekki að tala um einstaka liði frv. Það getur beðið til 2. umr., en ég vil aðeins geta þess, að mjög mikil þörf er fyrir þessa vegi í Dalasýslu, en fjármagn takmarkað, sem sýslusjóður hefur. Er því nauðsynlegt fyrir sýsluna að losna við eitthvað af hinum lengri

vegum, svo framarlega sem hv. Alþ. telur ríkissjóð þess umkominn að bæta við vegakerfi sitt. Ég ætla ekki að fara með frekar fjárkröfur á hendur ríkinu, en vil gjarnan fá úr því skorið, áður en fjárl. verða samþ., hvað af þeim vegum, sem nú koma til umr., verða samþ. sem nýir þjóðvegir. — Ég tel sjálfsagt að þessu frv., sem sennilega á eftir að fá á sig langan hala, því að enn er það bara höfuðið og lítið meira, verði vísað til hv. samgmn. og bíði þar eitthvað, ef einhverju verður bætt við það.