20.10.1950
Efri deild: 6. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í C-deild Alþingistíðinda. (3633)

30. mál, iðnaðarmálastjóri

Flm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Þetta frv. hefur tvisvar áður verið borið fram á Alþ. og í bæði skiptin vísað frá til frekari undirbúnings. Það er vel kunnugt í þessari hv. d., og skal ég því ekki tefja með langri framsögu.

Ég vil upplýsa, að fyrrv. ráðh., sem fór með þessi mál, hv. þm. Vestm. (JJós), lét á síðasta Alþ. skipa n. til þess að athuga málið að nýju samkv. beiðni hv. iðnn. þessarar d. Niðurstöður hennar munu nú liggja fyrir og munu verða kunnar hv. iðnn. innan fárra daga, sem að sjálfsögðu fær málið að lokinni þessari umr., og munu þá verða teknar til athugunar þær till., sem koma frá mþn. Hún hefur leyft mér að sjá till. sínar, og þegar þær eru bornar saman við frv., er enginn ágreiningur sjáanlegur um meginatriði. Er þess því að vænta, að frv. nái fram að ganga.

Ég leyfi mér að óska eftir, að frv. verði vísað til 2. umr. og iðnn. að lokinni þessari umr., og veit ég, að n. mnn þá kynna sér grg. og till. mþn. og bera þær saman við frv. sjálft.