01.03.1951
Efri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í C-deild Alþingistíðinda. (3731)

191. mál, lax- og silungsveiði

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða málið efnislega. Áður var komið fram 183. mál, um breyt. á 5. gr. l., en nú er komið annað mál, 191. mál, þskj. 740, en hvort þriðja málið um þetta á eftir að koma, skal ég ekki fullyrða. Ef hæstv. ráðh. hefur áhuga á því, að málið nái fram að ganga, ætti hann að láta flytja það sem brtt. við frv., sem nú er í Nd. Landbn. getur flutt það í Nd., og ég vil sameina þessi frv. Það er undarlegt að samþ. margar brtt. við sömu l., og nú eru hér tvö frv. um breyt. á sömu l. Ég vil beina því til hæstv. ráðh., hvort hann vildi ekki setja þetta inn í frv. í Nd., svo að það þurfi ekki eins margar umr.