09.02.1951
Sameinað þing: 40. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í D-deild Alþingistíðinda. (3834)

167. mál, bygging þriggja sjúkrahúsa

Frsm. (Jónas Rafnar) :

Herra forseti. Fjvn. hefur athugað till. og leggur til, að hún verði samþ., þó með þeirri breyt., að ríkisstj. verði einnig heimilað að ábyrgjast fyrir Akranes og Keflavík lán, allt að 750 þús. kr. til hvors bæjarfélags um sig, til að fullgera sjúkrahús á þessum stöðum. Það stendur eins á fyrir báðum þessum bæjarfélögum, Akranesi og Keflavík. Þar hafa verið reistar sjúkrahúsbyggingar, en fé vantar til að fullgera þær og kaupa nauðsynleg tæki og innbú í þær. Það mun vera nokkurn veginn ljóst, að ekki verður unnt að koma þessum málum í viðunandi horf nema lán fáist til þess.

Fyrir nefndinni lá bréf landlæknis, þar sem hann mælir eindregið með því, að till. nái fram að ganga.

Ég geri ekki ráð fyrir, að fjvn. hafi nokkuð við till. fjmrh. að athuga, en þar er gert ráð fyrir, að þessi lán skuli endurgreiða af framlögum þeim, sem næsta ár verða veitt af fjárlagafé til sjúkrahúsa þessara, enda er gerð grein fyrir þessu í greinargerð fyrir þáltill.

Við fyrri umr. var gerð grein fyrir þessari till., svo að ég held, að óþarft sé að hafa um hana fleiri orð nú.