18.10.1950
Sameinað þing: 6. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 166 í D-deild Alþingistíðinda. (4018)

25. mál, friðun rjúpu

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Ég skal ekki lengja þessar umr. En af því að hv. þm. A-Húnv. var að minnast á það, að ýmsa langaði til að skreppa á rjúpnaveiðar, þá er ég að hugsa um að bjóða honum í ferðalag meðan verið er að rannsaka þetta í n., og vita, hvort hann breyti þá ekki um skoðun, því að ég hef fulla ástæðu til að álíta, að svo mundi fara. — Hann flytur málið á þeim grundvelli, að hér sé ekki um sveiflur að ræða og vísindin hafi ekki rétt fyrir sér, og það er sjónarmið út af fyrir sig. Það er vitað mál, að undanfarin ár hefur ekkert verið af rjúpu, og ef hv. þm. fer með mér og sannfærist um, að það sé nú mikið af rjúpu, þá getur hann látið af þessari kenningu, því að þá er engin þörf fyrir friðun, þá er rjúpan aftur að vaxa og verða nytjafugl.