17.11.1950
Sameinað þing: 15. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

Varamaður tekur þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá forseta efri deildar:

„Reykjavík, 16. nóv. 1950.

Haraldur Guðmundsson, 4. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Með því að ég er á förum til útlanda í nauðsynjaerindum og verð væntanlega fjarverandi h. u. b. tvær vikur, leyfi ég mér hér með að óska þess, að varamaður minn, frú Soffía Ingvarsdóttir, Reykjavík, taki sæti mitt á Alþingi frá og með 17. þ. m., samkvæmt ákvæðum 144. gr. laga um kosningar til Alþingis.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að kjörbréf þessa varaþingmanns verði tekið til rannsóknar á væntanlegum fundi sameinaðs Alþingis á morgun.

Bernharð Stefánsson.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Samkvæmt þessu hefur kjörbréfan. haldið fund til þess að athuga kjörbréf þessa varaþm., og tekur frsm. n., hv. 8. þm. Reykv., til máls.