09.02.1951
Sameinað þing: 40. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í D-deild Alþingistíðinda. (4244)

170. mál, hafskipabryggja á Bíldudal

Flm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Ég get látið nægja að vísa að mestu til grg. fyrir þessari þáltill. á þskj. 600, en síðan till. þessi kom fram, hef ég rætt þetta mál við vitamálastjóra, og er hann á þeirri skoðun, að ef til vill sé hægt að koma þessu undir ákvæði sjálfra hafnalaganna, en þótti samt réttara, að þetta kæmi til n., og mun hún þá afla sér upplýsinga um það, hvort þörf sé sérstakrar heimildar eða þetta geti komið undir gildandi lög. Ég legg því til, að málinu verði vísað til fjvn. að þessari umr. lokinni.