22.02.1951
Sameinað þing: 45. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í D-deild Alþingistíðinda. (4269)

178. mál, rekstur gömlu togaranna

Lúðvík Jósefsson:

Örfá orð. — Mér virðist hv. þm. Barð. sækja þetta mál af kappi. Hann segir, að það sé útilokað, að togararnir fiski meira en 1500 tonn á ári. — Ég vil benda hér á álitsgerð, sem útgerðarráð Reykjavíkur hefur sent frá sér varðandi þetta mál. Þeir áætla, að skipin muni fiska 800 tonn á mánuði, og get ég viðurkennt, að mér finnst það of mikil bjartsýni. En ég segi líka, að áætla það, að skipin fiski 150 tonn á mánuði, er reginfjarstæða. — Um verkföllin ætla ég ekki að ræða, því að það kemur þessu máli ekki við. Hitt er svo stórmál og aðalatriðið í þessu máli, hvort hægt er að koma skipunum á veiðar og skapa með því atvinnu handa fjölda manns auk gjaldeyris. — Það sér hver maður, að að þessu ber að stefna.