21.11.1950
Sameinað þing: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1553 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

Varamaður tekur þingsæti, rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Lárus Jóhannesson) :

Nefndin hélt fund með sér rétt áðan. Að vísu voru ekki mættir nema þrír nm., en tveir eru fjarverandi í dag. Fyrir lá að rannsaka kjörbréf Kristins E. Andréssonar, 2. varaþm. Sósfl., sem, eins og hæstv. forseti tók fram, er ætlazt til að taki sæti 1. landsk. þm. í fjarveru hans. — N. sá ekkert við þetta kjörbréf að athuga og leggur til, að það verði samþykkt.