29.11.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í D-deild Alþingistíðinda. (4347)

108. mál, lýðveldisfáninn

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson) :

Herra forseti. Út af þessari fsp. hv. þm. Barð. vil ég leyfa mér að lesa upp bréf, sem menntmrn. hefur borizt frá þjóðminjaverði, dags. 27. nóv., og hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Sem svar við fyrirspurn hæstv. menntmrn. varðandi lýðveldishátíðarfánann vildi ég mega skýra frá því, að fáni sá, er notaður var á Þingvelli 1944, er hinn sami og notaður var á Alþingishátíðinni 1930 og er geymdur í þjóðminjasafni ásamt öðrum minningargripum frá þeirri hátíð. Fáninn er vel á sig kominn og að öllu leyti óskemmdur.

Með sérstakri virðingu

Kristján Eldjárn.“

Ég vil taka það fram, af því að fyrirspyrjandi óskaði eftir yfirlýsingu ríkisstj. um, að fáninn yrði framvegis geymdur á þjóðminjasafninu, að engum í ríkisstj. hefur dottið í hug, að hann yrði varðveittur annars staðar en þar. Annars finnst mér, að hægt hefði verið að fá upplýsingar um þetta atriði á annan hátt en að bera fram fsp, um það hér á Alþ.