29.11.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í D-deild Alþingistíðinda. (4360)

902. mál, soðkjarnaverksmiðja

Fyrirspyrjandi (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin, og eins stjórn Síldarverksmiðja ríkisins fyrir það, sem hún hefur gert í þessu máli. Ég álít nauðsynlegt, að haldið sé áfram rannsókn og undirbúningi þessa máls, byggingar þessarar verksmiðju. Og mér sýnist, að það mál sé allt á réttri leið, þó að fjárhagur ríkisins hafi stöðvað framkvæmdir á þessu stigi. Og ég vænti, að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hafi um þetta fullt samráð við hæstv. ráðh., til þess að hrinda þessu máli fram eins fljótt og unnt er og fjárhagur ríkisins leyfir.