29.11.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í D-deild Alþingistíðinda. (4369)

904. mál, viðskiptasamningar við Danmörku

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Í sambandi við 1. spurninguna, um skuld Íslendinga við Dani, vil ég svara því, að nokkuð af henni hefur verið yfirfært, en ekki allt. Um 2. spurninguna er það að segja, að engir formlegir viðskiptasamningar hafa verið gerðir enn við Danmörk, en gerður hefur verið sérsamningur um sölu á 12500 tunnum af síld héðan til Danmerkur, og er það allt Faxaflóasíld. Umræðum um viðskipti milli landanna er haldið áfram. — Í sambandi við 3. spurninguna vil ég geta þess, að innflutningur frá Danmörku nam mánuðina janúar-október í ár 35 millj. og 860 þús. kr. cif, en útflutningur á sama tíma nam 6 millj. og 37 þús. af fobverði. Í innflutningnum frá Danmörku eru innifalin tvö skip, Gullfoss og María Júlía, samtals 18 millj. 222 þús.