23.10.1950
Neðri deild: 7. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (485)

35. mál, vísitala framfærslukostnaðar

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Bráðabirgðalög þessi námu úr gildi bráðabirgðalög frá 19. júlí 1950. Þessi lög ákveða, að húsaleiguliður vísitölu framfærslukostnaðar skuli reiknast án tillits til 5. gr. laga nr. 56 1950, sem ákvað hámarksverð á húsnæði. Enn fremur, að húsaleiguliðurinn skuli miðaður við leigu í húsum, sem fullgerð voru eftir árslok 1945. Enn fremur var svo kauplagsnefnd gert að reikna aftur út vísitölu júlímánaðar, og skyldi sá útreikningur verða grundvöllur fyrir kaupuppbætur til loka þessa árs.

Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.