28.11.1950
Neðri deild: 29. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í B-deild Alþingistíðinda. (490)

35. mál, vísitala framfærslukostnaðar

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Þetta mál var umdeilt, er það var gefið út sem brbl., og héðan af hefur það ekki svo mikla þýðingu, og það þarf ekki að vera að ræða um það, en ég lýsi mig andvígan því og mun greiða atkv. á móti.

Mér þykir rétt að vekja athygli á, að vissa uppbót átti að greiða skv. brbl., en það mun ekki hafa komið að gagni, svo að margir verkamenn fengu enga uppbót.

Eina deilumálið í þessu sambandi er, hvernig greiða skuli samkv. vísitölu. Það, sem mér finnst alvarlegast í sambandi við brbl., er, að vísitalan er hætt að vera vísindalegur grundvöllur fyrir framfærslukostnaði og kaupgjaldi í landinu. Vissulega á hún að vera fyrirbæri, sem menn reikna út vísindalega, eins og t.d. veðurstofan, sem segir til um veðrið, en í stað þess er hún orðin að samkomulagsatriði. Það er orðið ófært ástand, sem skapazt hefur, af því að verðlagið í landinu hefur verið fært til og vísitölunni kippt niður til þess að rýra kjör verkalýðsins. Þessi lög eru gott dæmi um. hvernig komið er út í algert öryggisleysi fyrir verkalýðinn.

Ég ætla sem sé ekki að fara ýtarlega út í þetta mál og býst við, að það gangi sína leið.