13.12.1950
Efri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

123. mál, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég er frsm. þessa máls f.h. nefndar þeirrar, sem um það hefur fjallað. N. hefur orðið sammála um að leggja til, að það verði samþ. óbreytt eins og það liggur hér fyrir. Við athugun á málinu sést, að það nær engri átt, að miðað sé við 60% af fasteignamati, ef hjálpa á, því það er vitað, að fasteignamat, a.m.k. hér í Reykjavik, nemur ekki nema 1/10–1/6 hl. söluverðs húsa, svo framlagið verður tæplega 1/10 hl. kostnaðarverðs. Þess vegna taldi n. ekki nema rétt og sjálfsagt að fá breyt. á l. En n. taldi, að við reglugerðarsetningu mundi gæta íhaldssemi, en mundi ekki verða úr hófi, ef sá háttur væri á hafður, sem í frv. segir.

Hv. 1. þm. N–M. minntist á það við 1. umr. þessa máls, að sjóðurinn, væri orðinn ærið stór og tími væri til kominn athugunar og endurskoðunar á reglugerð sjóðsins og annaðhvort væri að lækka tillög eða hækka framlög sjóðsins. Þetta virtist okkur hafa við rök að styðjast, en til þessa þarf nákvæm athugun að fara fram, svo að á þessu stigi málsins taldi n. ekki fært að gera neinar till. í þessa átt, en taldi, að tímabært væri að gera hér einhverja breyt á. Sem sagt, n. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það nú liggur fyrir.