25.01.1951
Sameinað þing: 33. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1550 í B-deild Alþingistíðinda. (60)

Heimsókn Eisenhowers hershöfðingja

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég sé, að enginn ráðherranna, og þá heldur ekki utanrrh., er viðstaddur. Ef þeir hefðu verið viðstaddir, hefði ég borið fram fyrirspurn, hvort þeir hefðu í hyggju að hefja nokkra samninga við hinn ameríska hershöfðingja, Eisenhower. Þar sem þeir eru ekki viðstaddir, þá þýðir ekki að koma fram með þessa fyrirspurn. — Ég vildi þó ekki láta því ómótmælt, að sá háttur sé hafður að ganga fram hjá utanrmn. og Alþingi í þessu máli. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra, þegar höfðingjarnir ganga svo fram hjá Alþingi. Vil ég mótmæla þessu.