13.12.1950
Neðri deild: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

87. mál, lögtak og fjárnám

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Allshn. leggur til, að þetta frv. verði samþ. eins og það barst henni frá Ed. Var þar gerð lítils háttar breyt. á frv., og fellst n. á þá breyt. og frv., eins og það barst d. Efni þessa frv. er, eins og það ber með sér, að hækkuð er nokkuð sú upphæð, sem ríkisstj. er leyfilegt að taka lögtaki, ef svo ber undir, og breyta nokkuð ákvæðunum um fjárnám án undanfarandi dóms eða sáttar. Það er gert einfaldara og auðveldara, en þó þannig, að gerðarþoli sé jafntryggur og áður og geti gætt sinna réttinda. En við þessa breyt., ef samþ. verður, sparast mikil fyrirhöfn hjá ríkissjóði og talsverðir fjármunir við innheimtu, og ég ætla, að það sé vel séð fyrir því, að gerðarþoli geti fullkomlega gætt réttinda sinna, svo að þessu er að því leyti breytt til mikilla bóta frá því, sem áður var. — Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið.