13.12.1950
Efri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

8. mál, gjaldaviðauki 1951

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haldið fund um þetta mál og rætt það tvisvar, en frv. er að stofni til um það að framlengja fyrir 1954 þær tekjur, er greinir í frv., og er þess sízt vanþörf að gera það. En í nál. á þskj. 365 birtir n. brtt. í samráði við hæstv. fjmrh., og er þar um að ræða hækkun á 4 liðum, sem meiri hl. n. leit svo á, að ekki væri nema eðlileg hækkun sökum breytts verðlags, en þessir liðir eru afgreiðslugjöld, það, sem nefnt er aðrar aukatekjur, stimpilgjöld og af ýmsum innlendum tollvörutegundum. Áætlað er, að þessi hækkun frv. muni gefa um 2 millj. kr. auknar tekjur, og leit meiri hl. n. svo á, að ekki mundi af veita. Þegar n. afgreiddi þetta mál, var einn nm., 1. landsk., fjarverandi, og tók hann ekki þátt í afgreiðslu þess. Að öðru leyti vísa ég til hæstv. fjmrh.