13.12.1950
Efri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (633)

8. mál, gjaldaviðauki 1951

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég held ég hafi tekið fram áðan, að mér sýnist það muni verða nærri lagi, að umframtekjur af tóbaki og áfengi standist á við það, sem tolltekjurnar yrðu undir áætlun. En þeim má alls ekki treysta frekar en gert er ráð fyrir. Það mætti e.t.v. hækka eitthvað áætlaðar tekjur af tóbaki og áfengi, en lækka tollana sem því svarar, en það kemur í einn stað niður.