27.10.1950
Efri deild: 10. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

5. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. minni hl. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta, en vil aðeins segja við hv. þm., að hefði hagur landsmanna verið jafngóður eins og 199ö áframhaldandi, þá hefði ekki þurft að leggja þessa tolla á til þess að framkvæma fræðslulögin. Það veit hv. þm. — Það, sem hann sagði um síldina, missir marks, því að það hafa verið síldarleysisár í sex ár, svo að það er þýðingarlaust að kenna síldinni um, hvernig nú er komið fjárhagnum.