21.11.1950
Efri deild: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

105. mál, friðun arnar og vals

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Samkvæmt l. nr. 83/1940 eru ernir og valir friðaðir til ársloka 1950. Hér er lagt til, að friðunin verði framlengd um 10 ár, þar sem sýnilegt er, að mjög lítið er nú orðið af þessum fuglum hér á landi og eina leiðin til að halda stofninum við er að friða fuglana. Því þykir sýnt, að rétt sé að halda áfram á þeirri braut, sem undanfarið hefur verið mörkuð í því efni.

Að umræðu lokinni legg ég til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.