04.12.1950
Efri deild: 29. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í B-deild Alþingistíðinda. (689)

105. mál, friðun arnar og vals

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Þetta frv., sem fer fram á, að framlengdur verði friðunartími arnar og vals, hefur verið athugað í n. Hún hefur rætt málið við Finn Guðmundsson náttúrufræðing og fengið hjá honum þær upplýsingar, að fátt sé orðið eftir af báðum þessum fuglategundum hér á landi, þó heldur meira en gizkað var á í grg. frv., og telur hann nokkuð hæpið, hvort það muni blessast, að þær geti haldizt hér við, þótt þær verði enn friðaðar.

Allshn. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ., enda þótt því sé ekki að neita, að þessir fuglar geri stundum usla, sérstaklega í æðarvarpi, en þá eru ákvæði um það í gildandi l., sem þetta frv., ef að l. verður, hefur engin áhrif á, að sá, sem fyrir því verður, getur snúið sér til viðkomandi yfirvalds og gert sérstakar ráðstafanir, og með tilliti til þess leggur n. til, að frv. verði samþ. óbreytt.