14.12.1950
Neðri deild: 40. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í B-deild Alþingistíðinda. (706)

105. mál, friðun arnar og vals

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég hefði fyrir mitt leyti gjarnan viljað ganga inn á, að í staðinn fyrir 1960 í þessu frv. komi 1955, þannig að lögin gildi ekki nema til fimm ára. Og ég hygg, að það væri ekki mikil hætta með valinn, þó að þannig væri ákveðið nú. En þar sem hv. þm. M,ýr. hefur nú lagt fram brtt., gengur hún vitanlega sinn gang.