13.12.1950
Efri deild: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

9. mál, tekjuskattsviðauki, lækkun skatts af lágtekjum o.fl.

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég er á því, að það sé sæmilega fyrir þessu séð, þó að þessir dráttarvextir séu ekki hafðir hærri en hv. þm. Barð. leggur til. Það geta verið svo margar ástæður til þess, að menn ráði ekki við að borga skatta sína, og í þeim tilfellum, þar sem menn gera það út úr neyð, og ég tala nú ekki um í þeim tilfellum, sem hv. þm. Barð. nefndi, virðist mér ákaflega hart í sakirnar farið að krefjast 12% um árið. Ég greiddi frv. atkv. við 2. umr., en ég tel að athuguðu máli, að sanngjarnt sé að færa þetta niður í hóflega vexti, eins og mér finnst gert með brtt.