14.12.1950
Efri deild: 39. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í B-deild Alþingistíðinda. (741)

9. mál, tekjuskattsviðauki, lækkun skatts af lágtekjum o.fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Með l. nr. 60 25. maí 1949 var 45. gr. tekju- og eignarskattsl. breytt, hún orðuð um og gefin út í heild. Þegar þetta var gert, hafði láðst að taka upp ákvæði 13. gr. l. nr. 20 1942, um breyt. á l. nr. 6 1935, um hækkun dráttarvaxta eftir áramót. Af þeirri ástæðu þótti tollstjóra vafi leika á, hvort hún væri enn í gildi. Ég endurtek ekki rök þau, sem ég dró fram í gærkvöld máli mínu til stuðnings, en höfuðatriðið er, að ekki er bolmagn til að beita lögtaki, ef prósentan er lægri. Ég verð því að vænta þess, að frv. verði samþ. óbreytt.