14.12.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (872)

1. mál, fjárlög 1951

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þm. Barð. vil ég vekja athygli á því, að ákvæði l. nr. 64 frá 4944 eiga aðeins við um jarðakaup til að leigja bæjarfélögum eða kaupstöðum með ákveðnum kjörum, og gilda þar um sérstök ákvæði. Þrátt fyrir það, að fjárveitingar til jarðakaupasjóðs séu á 22. gr., þótti vel hægt að setja þessa heimild líka inn á þá gr. og einnig að hafa þessa fjárveitingu 400 þús., því að málið er ekki komið á það stig enn þá, að hægt sé að segja um, hve mikið jörðin muni kosta, en þó geri ég ráð fyrir, að þessi upphæð muni nægja. Ef samkomulag næðist ekki um kaupin, gæti auðvitað komið til greina eignarnám, en ég býst ekki við, að til þess þurfi að koma í þessu tilfelli, heldur að jörðin fáist keypt fyrir sanngjarnt verð. Hv. þm. Barð. sagði, að vafasamt væri, hvort þyrfti þessa heimild, en í l. er einmitt gert ráð fyrir, að heimildin sé tekin inn á fjárl. hverju sinni. Og mér heyrðist nú hv. form. fjvn. taka því heldur vinsamlega, svo að ég vænti þess, að hann geti á það fallizt, að þetta sé sett inn á heimildagr., jafnvel þó að strangt tekið sé ekki þörf fyrir það og ríkisstj. geti gert þetta án þess. Mér þætti það þó eðlilegra, og hefur mér skilizt, að hann mæli ekki gegn því.