03.11.1950
Efri deild: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (936)

66. mál, skemmtanaskattur

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Það er rétt, að nokkur hluti af skemmtanaskattinum rennur til þjóðleikhússins, til þess að halda uppi starfsemi þess. Hins vegar er það nokkuð annað mál, er snertir leikara þjóðleikhússins. En af því að hv. þm. Barð. minntist á þetta, þá skal ég fúslega upplýsa, að það hefur ekki komið til minna kasta að ákveða laun starfsmanna þjóðleikhússins, heldur var það gert, að því er ég bezt veit, af fyrirrennara mínum, ekki beim síðasta, heldur þeim, sem þar var á undan. Og ég hef gengið út frá því, að það hafi verið með samþykki viðkomandi yfirvalda á þeim tíma, sem þessi laun hafa verið ákveðin, og ég hef ekki látið gera neina rannsókn í því efni, gangandi út frá því. að fyrrv. ráðh. hafi samþ. þetta, og því kæmi ekki til minna kasta að rifta því að svo komnu.