18.12.1951
Neðri deild: 47. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (1022)

21. mál, ríkisborgararéttur

Áki Jakobsson:

Ég hafði óskað eftir því í sambandi við till., er ég flutti við 2. umr., en tók aftur til 3. umr., að hæstv. utanrrh. yrði viðstaddur umr., og barst honum það til eyrna, þannig að hann vissi um það. Ég bjóst við, að hann mundi verða hér viðstaddur við þessa umr., því að enginn virðist neitt vita í þessu máli eða vilja vita nema utanrrh. Ég sé hins vegar, að hann er ekki viðstaddur, þó að hann hafi séð, að þetta er fyrsta málið á dagskrá þessarar d., og vísa ég til þeirra tilmæla, sem fyrir lágu. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þá till., sem ég flyt á þskj. 485, en bara vísa til þess, sem ég sagði, þegar málið var til 2. umr., og vil aðeins ítreka það, að mér finnst utanrrh. farast hér heldur lítilmannlega, að vera ekki hér viðstaddur umr., þegar beinlínis er búið að skora á hann að vera það. Þar sem mjög er liðið á þann tíma, sem þinginu er ætlaður fyrir jól, sé ég ekki ástæðu til að lengja umr. frekar nú, en vil þó fara fram á það við forseta, að þessu máli verði frestað, þar til hæstv. utanrrh. hefur tíma til að vera við.