18.01.1952
Efri deild: 62. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (1041)

21. mál, ríkisborgararéttur

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt frá hv. þm. Barð. svo hljóðandi rökstudd dagskrá: „Í trausti þess, að ríkisstj. láti endurskoða lög nr. 64 28. jan. 1935, um ríkisborgararétt, hversu menn fá hann og missa, og leggi fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um breytingar á þeim lögum, þar sem ákveðnar reglur séu settar fyrir því, hvaða skilyrði menn skuli uppfylla til þess að öðlast ríkisborgararétt, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Liggur þessi till. hér fyrir til umr.