21.01.1952
Neðri deild: 66. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

21. mál, ríkisborgararéttur

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég vildi gjarnan taka undir þessa fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv.

Mér hefur skilizt, að till., sem legið hefur fyrir til umr. og verið felld, megi ekki bera upp aftur. Ef hæstv. forseti kemst á þá skoðun, að þetta megi, þá vildi ég bera upp aftur till., sem ég flutti við 3. umr. hér í Nd. um þýzkan mann, sem fullnægir öllum skilyrðum um ríkisborgararétt og hefur allt til að bera til að geta orðið íslenzkur ríkisborgari. Ég vildi fá úrskurð forseta um þetta.