23.01.1952
Efri deild: 69. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 817 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

167. mál, fasteignaskattar til sveitarsjóða

Forseti (BSt):

Ég hélt, þegar hv. 1. landsk. kvaddi sér hljóðs, að það væri aðeins um efnislega meðferð málsins, og gætti því ekki að því að skýra frá brtt., sem meiri hl. n. lagði fram, en hún er þannig:

„Heimilt er sveitarstjórn, að fengnu samþykki félagsmálaráðherra, að ákveða, að innheimta skuli með allt að 400% álagi alla skatta og önnur gjöld, sem miðuð eru við núgildandi fasteignamat og aukamat og renna eiga í sveitarsjóð, að vatnsskatti undanskildum.“