01.11.1951
Neðri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (1227)

50. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Andrés Eyjólfsson):

Herra forseti. Eins og hv. d. mun vita, er efni þessa frv. aðeins það að hækka vexti af skuldabréfum þeim, sem ríkissjóður hefur heimild til að gefa út vegna fjárskipta á sauðfjársjúkdómasvæðunum, úr 4% upp í 6%.

Landbn. hefur haft þetta frv. til athugunar á 2 fundum og sendi það til umsagnar til fjmrn. Umsögn hefur borizt frá fjmrn., sem er, eins og stendur hér í nál., á þá leið, að fjmrn. tekur fram, að það mæli með frv: Og í því sambandi vill það upplýsa, að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna skuldabréfa, sem þegar hafa verið gefin út, mundi nema sem næst 120 þús. kr. á ári um fimm ára bil. — Landbn. leggur einróma til, að frv. verði samþ.

Ég vil svo aðeins bæta því við, að ég vil þakka rn. og hv. meðnm. mínum í landbn. fyrir góða afgreiðslu á þessu máli.