04.12.1951
Neðri deild: 36. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 843 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

95. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er um framlengingu á l., sem eru í gildi til næstu áramóta. Lögin um eyðingu svartbaks eru í upphafi frá 1941 og hafa verið framlengd nokkrum sinnum.

Hér er um allmikið hagsmunamál að ræða fyrir þá, sem æðarvarp hafa. Er engum vafa bundið, að ákvæði þessa frv. tryggja það, að æðarfuglinum fari ekki fækkandi af völdum svartbaks, enda er það löggjafarvaldsins að vernda og tryggja með lögum, að framleiðslan, á hvaða sviði sem er, megi vaxa og blómgast eins og mest má vera.

Eins og nál. á þskj. 297 ber með sér, leggur landbn. til, að frv. verði samþ.