13.12.1951
Efri deild: 42. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

101. mál, þingsköp Alþingis

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 1. umr. þessa máls hér, þá hefur það verið rætt svo mikið í Nd., að ég sé ekki ástæðu til að fara um það mörgum orðum hér, en vegna þess tilefnis, sem hv. frsm. minni hluta gaf, þá ætla ég að gera hér stutta athugasemd. Hún er sú að undirstrika það, að það, sem vakir fyrir lýðræðisflokkunum með frv. þessu, er að marka það skýrt, að þeir vilja enga samvinnu við sósíalista í utanríkismálum. Hins vegar viljum við, að allir lýðræðisflokkarnir hafi samvinnu um mál þessi. Þess vegna er þetta frv. flutt af formönnum allra flokkanna. Þeir vilja vinna saman að þessum málum án samstarfs við sósíalista. Ég vildi taka þetta fram út af ummælum, sem hv. frsm. minni hl. beindi til Alþfl. — Ég vil svo þakka n. fyrir hraða afgreiðslu málsins.