14.12.1951
Efri deild: 43. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (1383)

114. mál, landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég skal ekki fara langt í að rekja orsakir þessa máls, sem hér er fram komið. En í stuttu máli sagt, veturinn 1949 sendi sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu ríkisstj. áskorun um að gera ráóstafanir til, að jarðir færu ekki í eyði, og var sú áskorun send Búnaðarfélaginu. Ég skrifaði þá öllum hreppsstjórum í landinu og sendi þeim skrá yfir eyðijarðir og bað þá að strika út, ef eitthvað hefði verið byggt af þeim, og bæta við, ef fleiri hefðu farið í eyði, og tilgreina í framhaldi af því, hvaða orsakir væru til, að þær hefðu farið í eyði, og hvað þeir teldu, að hæ~t væri að gera til að fyrirbyggja, að jarðir færu í eyði. Mér bárust svör frá miklum meiri hluta hreppsstjóra, í þessu tilfelli frá 190 hreppsstjórum. Hefur verið tekið saman, hvað þeir legðu til að gert væri, og þau gögn send nýbýlanefnd, og stjórn nýbýlanefndar samdi síðan frv., sem hér var lagt fram í fyrra af hv. 2. þm. Skagf. (JS), en varð ekki útrætt. Landbn. Nd. sendi búnaðarþingi það til umsagnar, sem lýsti yfir, að það væri því fylgjandi, að reynt væri að hefta, að jarðir færu í eyði, og unnið að því, að þær, sem þegar eru komnar í eyði, væru byggðar aftur. Síðan var málið tekið til meðferðar af mþn., sem í áttu sæti Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sigurðsson og Gunnar í Grænumýrartungu. Þeir gengu svo frá frv., sem lagt var fyrir Alþ. og er í öllum aðalatriðum í samræmi við frv. Jóns Sigurðssonar í fyrra, en hefur þó tekið smábreytingum í Nd. í tveimur atriðum. Fyrra atriðið er í 1. gr. Það hefur verið venja, að nýbyggjar byrjuðu á því að reisa íbúðarhús og hafa fengið lán til þess, en annars ekki. En það er ósk ýmissa og þeir telja það heppilegra að byrja á að rækta, þar sem aðstaða er til fyrir nýbyggjann að dveljast á nágrannajörðinni eða búa í bráðabirgðaskýli og byrja á því að eignast jörðina og koma sér upp bústofni. Það er nú ekki beinlínis, að ég telji þessa till. mjög mikið til bóta frá því, sem nýbýlan. leggur til. — Hitt er nýr kafli, 7. kaflinn. Má að sjálfsögðu mikið bollaleggja um, hvað mikið gagn er að þeim kafla. Þó er ljóst fyrir einn hlut, sem gert hefur vart við sig, að orðið hafi þess valdandi, að jarðir fóru í eyði, að þá geti þó stundum bjargað, að nýbýlanefnd hafi heimild til að kaupa jarðir, sem fara í eyði, og selja þær strax aftur. Nú vitum við, að nýbyggjar fá lán til íbúðarhúsa 45%, lán til útihúsa 30–60% auk styrkja 5–10 þús. Nýbýlið fær þannig í lánum og styrkjum 90–100 þús. Til að fullgera nýbýlið þarf svo að leggja frá sjálfum sér, þannig að það kostar 300–400 þús. fullbúið og komið í rækt., Auk þess þarf svo oft að leggja fram fé til að kaupa jörð til að setjast að á. — Sem dæmi vildi ég nefna tvo bræður, sem ætluðu að kaupa jörð, þar sem bóndinn dó. Jörðin var uppbyggð, svo að ekki þurfti að gera þar við hús. Þeir áttu dálítinn bústofn, 70 ær og kú, og um 6000 kr. í peningum. Jörðin átti að kosta 30000 kr., og það var útilokað að fá þessa peninga. Veðdeildarbréf voru ekki seljanleg í Landsbankanum og veðdeild Búnaðarbankans þurrausin. Jörðin varð að fara í eyði, en hún gerði það ekki, af því að ég tók sjálfur víxil til að hún gerði það ekki. (GJ: Voru það kosningakaup?) Nei, því að þetta var ekki í mínu kjördæmi, en mér blæddi að sjá slíka jörð fara í eyði. Ég hafði í fyrra með að gera 3 jarðir, sem þannig var ástatt um, og gat bjargað tveimur, en einni ekki. Með 7. kaflanum er nýbýlan. gefið færi á að bjarga svona jörðum frá að fara í eyði, en n. er ekki gefinn kostur á að bjarga jörðum, sem hafa verið í eyði í nokkur ár ... af því að ábúandinn er sjálfur eigandi jarðarinnar, sem er í eyði. Þannig fæst hún ekki byggð upp, þó að hún sé eftirsótt af tveimur mönnum. Þess vegna segi ég það, að það er ekki vist, hvert gagn þessi kafli gerir í praktísku lífi. Þó eru til tilfelli eins og það, sem ég nefndi. Hefði þar verið hægt að bjarga þremur slíkum jörðum í staðinn fyrir eitt nýbýli, sem var reist, og er það mikilsvert. En ég tel hæpið, að þetta komi að notum í framkvæmd. Þó álit ég rétt að sjá, hvernig það reynist. 1. gr. er sjálfsagt til mikilla bóta frá því, sem verið hefur. Hinn kaflann tel ég skaðlausan. En hræddur er ég um, að þetta verði ákaflega erfitt í framkvæmd. — Þessi ákvæði eru tekin upp af nýbýlan., en í henni eru hv. þm. A-Húnv., hv. 2. þm. Skagf., hv. 5. landsk. þm., Haukur Jörundsson, Hvanneyri, og hæstv. forsrh. Fyrst þessa menn langar til að hafa þessi ákvæði, tel ég sjálfsagt að samþ. frv. óbreytt.

Ná liggja fyrir hreppsstjórnarskýrslur og þar gefin upp tala eyðijarða og hve margar þeirra eru í byggð. Þetta hefur breytzt síðan s.l. vor, og hafa byggzt milli 20 og 30 jarðir, sem áður hafa verið í eyði. Liggja fyrir upplýsingar um það, hvernig ástandið var 1. des., þegar manntal fór fram. Eftir þessum heimildum að dæma vilja menn nú byggja upp á þessum eyðijörðum, en það, sem stendur í vegi fyrir, að þeir geri það, er. að þeir hafa ekki bolmagn til að koma upp búi og kaupa jarðir. Mun 44., 45. og 46. gr. greiða fyrir því, að þessar jarðir byggist. — Ég legg þess vegna til, að frv. verði samþ. Einn nm. var að vísu ekki á fundinum, þegar ákvörðun var tekin um þetta, en las nál. síðar yfir og var því samþykkur.