27.11.1951
Neðri deild: 34. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (1389)

127. mál, ljósmæðralög

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er samið fyrir tilmæli ljósmæðra, og hefur landlæknir gengizt fyrir flutningi þess, en það er flutt af heilbr.- og félmn. Frv. felur í sér þær einu breyt. frá núgildandi lögum, að laun ljósmæðra skuli nú greidd ársfjórðungslega í stað þess að nú eru þau greidd á manntalsþingum ár hvert. Ég sé ekki þörf á að fara fleiri orðum um þetta mál, en legg til, að það verði látið ganga til 2. umr.