01.11.1951
Neðri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Á síðasta þingi flutti meiri hluti iðnn. þessarar d. frv. um stofnun og rekstur Iðnaðarbanka Íslands h/f. Þetta frv. var flutt að tilmælum bankanefndar iðnaðarsamtakanna, þar sem eiga sæti fulltrúar frá Landssambandi iðnaðarmanna og Félagi íslenzkra iðnrekenda. Þetta frv. fékk góðar viðtökur í þessari hv. d. og var samþ. að afgreiða bað til hv. Ed., en þar varð málið óútrætt. Nú er málið flutt á ný í óbreyttu formi eins og það var flutt í fyrra af sama meiri hluta iðnn.

Ég skal ekki endurtaka þær skýringar á þessu máli og þau rök, sem flutt voru hér á síðasta þingi. Ég tel það óþarfa, þar sem öllum hv. dm. mun það vera nokkuð ljóst, hvernig málið liggur fyrir. En ég vil taka það fram. að síðan málið var hér til meðferðar hefur það gerzt. að í lántökuheimild, sem samþ. var banda ríkisstj. á síðasta þingi, var m.a. ákveðið, að heimil skyldi lántaka, 3 millj. kr., sem skyldi renna til iðnaðarbanka eða iðnlánasjóðs. Þetta lán hefur að vísu ekki verið tekið, en hins vegar hefur því verið lýst yfir af hæstv. ríkisstjórn, að hún sé reiðubúin að leggja fram 3 millj. kr. af tekjuafgangi ríkisins á þessu ári í þessu skyni. og liggur þannig fyrir fyrirheit um það atriði.

Út af þessu tel ég rétt, að við 2. umr. verði breytt einu eða tveim atriðum í 3. gr. frv., þar sem gert er ráð fyrir, að ríkissjóður skuli leggja fram allt að 21/2 millj. kr. Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna skulu safna og leggja til hvort um sig 11/2 millj. kr. hlutafjár. Fé það, er ríkissjóður leggur fram samkvæmt grein þessari, er ríkisstj. heimilt að taka að láni, en þessi niðurlagsákvæði 3. gr. mega falla niður, þar sem þessi atriði hafa verið afgreidd með lögum um lántökuheimild handa ríkisstjórninni. Og ríkisstj. ætlar , leggja þetta fram af tekjuafgangi ríkisins eða mun gera það í öðru formi. Breytingar viðkomandi þessu atriði væri því rétt að gera við 2. umr. málsins.

Ég tel ekki ástæðu á þessu stigi málsins að fara frekar út í þetta mál. En minni hluti n. hefur ekki talið tímabært að svo stöddu að flytja þetta mál, heldur bíða eftir áliti þeirrar stjórnskipuðu bankamálan., er nú situr að störfum. Þetta atriði var sérstaklega rætt í n. við hæstv. iðnaðar- og bankamálarh., hvort flutningur og afgreiðsla þessa frv. kæmi í bága við störf þessarar bankamálan. Ráðherrann tjáði n. það skýrt, að hann teldi, að afgreiðsla þessa frv. kæmi á engan hátt í bága við störf n., sem fjallaði í öllum aðalatriðum um annað en þetta. sem hér kemur fram í frv.

Ég legg svo til, að málinu verði vísað til 2. umr.