01.11.1951
Neðri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Þetta mál er flutt af meiri hluta iðnn., þ.e.a.s. þremur hv. þm., sem sæti eiga í þessari hv. d. og eru í þeirri n. Ég tók eftir því, að hv. 7. þm. Reykv. gerði ekki till. um það í ræðu sinni, að málinn yrði vísað til n. Ég vildi leyfa mér að leggja til. að frv. yrði að lokinni þessari umr. vísað til iðnn.. til þess að minni hl. n. geti gefizt færi á því að segja sitt álit um frv. í nál. Það tel ég eðlilega meðferð. En ég mun ekki við þessa 1. umr. ræða um efnisatriði málsins. Ég vildi aðeins gera þetta að till. minni, þar sem frsm. hreyfði ekki slíkri tillögu.