11.12.1951
Efri deild: 41. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (1485)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Meiri hl. iðnn. þessarar hv. d. hefur, eins og segir í nál. á þskj. 356, ákveðið að leggja til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt. Málið er orðið næsta kunnugt öllum hv. alþm., því að það var flutt á síðasta þingi svipað eða eins og það hefur nú verið samþ. í hv. Nd. Með frv. sjálfu er birt grg. og ástæðurnar fyrir því, að þetta mál er fram komið, og þar sýnt með ljósum rökum fram á það, að þessi atvinnugrein landsmanna, iðnaðurinn, á siðferðislega kröfu á því, að sinnt sé endurteknum tilmælum frá honum um það, að stofnaður sé sérstakur banki, er einkum og sér í lagi sinni hans þörfum. Fordæmið er til í íslenzkri bankalöggjöf, þar sem það er vitað, að sérstakur banki hefur verið stofnaður fyrir landbúnaðinn og sérstakur banki er kenndur sérstaklega við útveginn.

Á þeim fundi, sem ákvörðun var tekin í iðnn., voru allir mættir af nm. nema hv. 1. þm. N–M., en flokksbróðir hans, hv. 8. þm. Reykv., taldi sig ekki vera viðbúinn að taka ákvörðun um málið. Þess vegna er það meiri hl. n., sem ern 3 af 5 nm., sem gerir till. um að samþ. frv.

Í Nd. voru fluttar brtt. við þetta mál frá hv. þm. Borgf., sem ég sé, að hv. þm. Seyðf. hefur tekið upp og gert að sínum till., a.m.k. nú í þessari d. Ég held, að það sé alveg samhljóða, að Nd. fellst ekki á till. hv. þm. Borgf., sem miðar óbeint að því að eyða málinu, og ég vil vona, að þessi hv. d. sjái sér fært að fylgja þessu máli fram, óbreyttu og samþykki ekki frekar en Nd. till., sem fer í sömu átt og sú, sem felld var þar í d.

Þá flytur hv. 4. landsk. þm. (StgrA) brtt. á fskj. 357, en hans brtt. miðar engan veginn að hví að setja fót fyrir málið, heldur að auka hlutaféð, þannig að það nemi 11 milljónum. í stað þess að í frv. er miðað við 61/2 milljón. Mér hefði verið mjög ljúft að mæla með samþykkt þessarar till., ef ekki væri svo áliðið þings, að ég teldi hættu á, að brtt., sem yrði hér samþ., kynni að verða þessu máli að fótakefli fyrir það, að það yrði hennar vegna að fara milli deilda, og svo er annað það, að ekki er vitað, hvort ríkissjóður mundi leggja fram þær 5 millj., sem hv. 4. landsk. leggur til, að ríkissjóður leggi fram, þó að hins vegar sé talið víst, að ríkissjóður leggi til þær 3 millj., er um ræðir í 3. gr. frv. Af þessum ástæðum get ég ekki mælt með till. hv. 4. landsk.. en vil þó vona, að hv. d. fallist á till. meiri hl. og afgreiði þetta mál óbreytt til 3. umr. og verði þannig við sanngjörnum kröfum þeirra mörgu tuga þúsunda manna í landinu, sem standa að iðnaðinum, beint eða óbeint. Það er sanngirniskrafa þeirra, sem hér er á ferðinni, og þó að við kunnum að geta verið með bollaleggingar um það, að hvaða gagni bankastofnunin kæmi nú, þá er það svo með hana elns og með allt annað, að það skeður ekki allt á einum degi. og þegar bankinn er kominn á, þá vona ég, að hann geti átt vaxtarþróun í skauti framtíðarinnar fyrir sér eins og aðrar bankastofnanir fyrir aðra atvinnuvegi landsins, sem hér hafa verið stofnsettar og fengið að dafna og vaxa.