14.12.1951
Efri deild: 44. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 998 í B-deild Alþingistíðinda. (1544)

145. mál, vegalög

Forseti (BSt):

Ég held, að það sé fullfast að orði kveðið hjá hv. þm., að hér sé um nokkurt einræði að ræða. Ég skildi frsm. málsins svo, að um þetta væri fullt samkomulag, ekki einasta á milli samgmn. deildanna, heldur og milli einstakra þm., og þar af leiðandi mundi þetta mál geta gengið á þann hátt áfram. En úr því að hv. þm. hefur boðað, að hann muni bera fram brtt., vil ég ekki halda því til streitu, og er því umr. frestað.