17.12.1951
Efri deild: 45. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í B-deild Alþingistíðinda. (1555)

145. mál, vegalög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vil bendu nefndinni á, að þingið getur ekki verið þekkt fyrir það að fella að taka inn vegi, sem liggja héraða á milli og eru þar mikilvægir fyrir samgöngur fleiri byggðarlaga, en annars staðar er látið viðgangast, að smáspottar séu teknir inn, sem hafa engu hlutverki að gegna nema fyrir fáa bæi.