18.12.1951
Efri deild: 47. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

145. mál, vegalög

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég hef heyrt boðskap samvn. samgm. um, að hún leggi mikið upp úr, að ekki verði mikil ásókn, a.m.k. ekki með vegi, sem heitið geta kjördæmavegir. Ég vil til þess að þjóna þessu taka aftur 1. till. á þskj. 464, en vonast til, að heitið Fjarðarvegur verði leiðrétt í Fjarðavegur. Hins vegar vil ég svo vænta þess, að Arnarfjarðarvegur, en sá liður er orðaður eins og vegamálastjóri vill, — ég vil vænta þess, að hv. deild líti á þetta sem fjórðungsmál, en ekki sem kjördæmamál, og vona, að menn verði sammála um, að enginn glundroði geti orðið af till., og hleypi henni í gegn.