15.11.1951
Efri deild: 29. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (157)

41. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefur legið fyrir hv. Nd. og verið samþ. þar og sent hingað. Það er borið fram til staðfestingar á brbl., sem út voru gefin í apríl s.l. Ég þarf ekki að vera fjölorður um þetta frv. Það er um afnám einnar greinar í lögum um Landsbankann frá 1928. Ég get lesið upp þessa grein, 20. greinina, til skýringar, með leyfi hæstv. forseta: „Seðlabankinn má eigi veita ríkissjóði önnur lán en bráðabirgðalán til allt að 3 mánaða í einu og ekki hærri upphæð en svo, að nemi 1/4 af stofnfé bankans. Allar slíkar skuldir ríkissjóðs skulu goldnar að fullu fyrir lok hvers reikningsárs. — Þetta ákvæði skal þó eigi vera því til fyrirstöðu, að bankinn veiti fyrirtækjum, sem rekin eru fyrir reikning ríkissjóðs, lán eftir sömu reglum og einstökum mönnum eða fyrirtækjum einstakra manna.“ Það er þessi gr., sem frv. er um að afnema nú, og er þess getið í forsendum fyrir brbl., að í staðinn fyrir þetta muni koma ákvæði frá þeirri nefnd, sem nú fjallar um bankalöggjöfina. Greinin er orðin úrelt og vafasamt, hve vel hún er haldin. Hv. 1. landsk. var ekki á fundi nefndarinnar, en hinir 4 nefndarmennirnir voru ásáttir um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.