04.01.1952
Efri deild: 54. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1023 í B-deild Alþingistíðinda. (1641)

72. mál, sala Múlasels og Hróastaða

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Í fjarveru frsm. landbn. get ég tekið að mér að hafa framsögu í þessu máli og skal fara um það nokkrum orðum.

Eins og sjá má á nál., hefur n. orðið sammála um afgreiðslu málsins og leggur til, að það verði samþ. Jörðin Múlasel er eyðijörð, og samkvæmt umsögn Pálína Einarssonar landnámsstjóra eru ræktunarskilyrði heima fyrir mjög erfið, en með sameiningu þessara tveggja jarða, Múlasels og Helgastaða, verður hins vegar afkoma tveggja bænda á Helgastöðum betur tryggð. Helgastaðir gætu látið í té túnræktaraðstöðu, en Múlasel gæfi beitaraðstöðu. Það er skoðun n., að frekar skuli leitazt við að fjölga nýbýlum í landinu, en þar eð svo er háttað með þessa jörð, mun afkomu allri af búskap á henni verða betur borgið með því að sameina hana Helgastöðum og skipta síðan jörðinni í tvö býli.

Þetta mál var allmikið rætt í Nd., en ég ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum, en endurtek það, að landbn. þessarar hv. d. leggur einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.