14.12.1951
Efri deild: 43. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (1702)

87. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. N. hefur athugað þetta frv. og mælir með því, að það verði samþ., en þó með lítils háttar breytingum. Þær breytingar, sem n. leggur til að verði gerðar á frv., miða að því að samræma þá stafliði, sem þar er gert ráð fyrir að bæta inn í jarðræktarlögin, hliðstæðum stafliðum, sem fyrir eru í þeim l., meira en gert er í frv. Eins og frv. var, sýndist n., að tekin væru inn í það atriði, sem ættu í raun og veru ekki heima þar, en ættu heldur að koma fram sem reglugerðarákvæði. — Sé ég svo ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum. Hv. þm. haf,t þskj. þessa máls fyrir framan sig, og hef ég þar engu við að bæta.