11.01.1952
Neðri deild: 56. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1046 í B-deild Alþingistíðinda. (1734)

121. mál, ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkisjóðs til vinnuheimila

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Út af þessum fsp. hv. þm. A-Sk. vil ég taka fram, að n. athugaði ekkert sérstaklega í sambandi við þetta mál þessi ákvæði almannatryggingal., sem hv. þm. minntist á, og verð ég að viðurkenna, að ég hef ekki munað eftir því, að til væru í þeim l. ákvæði um þessi efni. Annars er auðvitað hægt að fá upplýsingar viðvíkjandi því, sem hv. þm. spurði um upphæð ellistyrktarsjóðs, í gegnum reikninga stofnunarinnar og eins um það, hvað kann að hafa verið greitt úr þeim sjóði og hvort lán hafa verið veitt þar. En vegna þess að þessar aths. eru komnar fram, finnst mér eðlilegast, að umr. verði frestað nú og málið tekið af dagskrá, og ættu þessar upplýsingar þá að geta legið fyrir á næsta fundi d. Hef ég sízt á móti því, að það verði gert, og mundi þá n. fá þessar upplýsingar, sem hv. þm. hefur óskað eftir og segja má að snerti þetta mál nokkuð.