18.01.1952
Efri deild: 62. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1055 í B-deild Alþingistíðinda. (1781)

158. mál, gin- og klaufaveiki

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Þetta mál þarf ekki langa framsögu. Með 1. gr. er sú breyt. gerð á gildandi l., að sektir eru hækkaðar úr 100–10000 kr. í 500–50000 kr., eða fimmfaldaðar. — Í síðari gr., sem er viðbót við l., sem nú gilda., eru þau ákvæði ný, að ríkisstj. er heimilað að setja nánari ákvæði í reglugerð. Það er dálítið vafasamt, hvort þess er þörf, því að eins og l. eru nú, þá er ríkisstj. heimilað að gera allar ráðstafanir, sem henni þykir þurfa. en hað þótti réttara að bæta þessu ákvæði við. — Í 2. gr. er prentvilla; þar stendur „slitrað“, en á að vera „slátrað“, og vænti ég, að hæstv. forseti leiðrétti það.

N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt. Ég vil geta þess, að ég legg mikið upp úr ákvæðum frv. um að bæta gripi, sem slátrað er, og að þær bætur séu alveg fullar. ekki vegna mannanna, sem hlut eiga að máli, heldur vegna þess, að það þarf að ýta undir menn að segja til undireins, þegar einhver sjúkdómur kemur upp, svo að því sé ekki leynt. En það eru nokkuð meiri líkur til þess, að menn hummi það fram af sér, ef þeir búast við, að það verði skorið hjá þeim fyrir litlar bætur. Þetta vil ég taka fram, af því að það hefur komið fyrir í slíkum tilfellum, þegar skelmum hefur verið slátrað af ótta við sjúkdóma, að viðkomandi mönnum hefur þótt bæturnar það litlar, að þeir hafa látið orð falla í þá átt, að þeir mundu ekki hafa sagt til sjúkdómsins, hefðu þeir vitað, að yrði drepið hjá þeim og þeir fengju ekki meiri bætur. Þess vegna legg ég mikið upp úr þessu ákvæði.