04.10.1951
Efri deild: 3. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

20. mál, hegningarlög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta litla frv.. er flutt vegna þess, að því hefur verið veitt athygli, að í hegningarlögunum er gert ráð fyrir því, að hér sé konungur í landinu, en ekki forseti, og ákvæðin til verndar hinum æðsta handhafa ríkisvaldsins miðuð við konung, en ekki forseta. Það þótti rétt að breyta þessu, og af því tilefni er frv. flutt. — Ég legg til, að frv. verði vísað til hv. allsherjarnefndar.